Þjóðmál - 15.03.1971, Blaðsíða 1

Þjóðmál - 15.03.1971, Blaðsíða 1
TIL LESENDA Blað það, sem hér hefur göngu sína er gefið út af Samtökum frjólslyndra í Vestmannaeyjum. Aðaltilgangur blaðsins er að stuðla að heilbrigðri skoð- anamyndun og sanngjarnri gagnrýni á vettvangi stjórnmálanna. Áformað er að blaðið komi út vikulega og verður það selt á götum bæjarins á mánu- dögum. Lesendur blaðsins, yngri sem eldri, eru hvattir til þess að senda blaðinu efni, m.a. er í ráði að hafa sérstakan þátt í blaðinu fyrir stutt bréf frá lesendum, og vonum við, að sem flestir sjái sér fært að stinga niður penna og fela blaðinu að flytja það, sem þeim liggur á hjarta. 1. árgangur 15. marz 1971 1. tölublað Dr. Bragi Jósepsson: BURT MED FÚSKID! Um miðjan októbermánuð s.l. kom ég til Vestmannaeyja í þeim erindagerðum að reka áróður fyrir SAMTÖK FRJÁLS- LYNDRA OG VINSTRI MANNA, eða „hannibalisía11 eins og þeir eru stundum nefndir. Þessi stjórnmálasamtök, undir for- ystu Hannibals Valdimarssonar og Björns Jónssonar, hafa nú sett sér það markmið, að bjóða fram í öllum kjördæmum Indsins við næstu alþingiskosningar, sem fram eiga að fara næsta sumar. Margir þeir, sem teljast glöggir veðurvitar á sviði stjórnmálanna telja, að hin nýju stjórnmálasamtök geti búizt við 4 til 6 þingsætum að afloknum kosningum, en það merkir, að Samtökin geta komið til með að hafa úrslitaáhrif við myndun næstu ríkisstjórnar. Flokkakerfi í upplausn. 1 bæjar- og sveitarstjórnarkosn- ingunum síðustu unnu Samtökin ótvíræðan sigur. Hver einasti listi, sem Samtökin buðu fram, stóðu að eða studdu, hlaut einn eða fleiri fulltrúa kjörna. Samtökin hlutu 5 fulltrúa á eigin listum í Reykjavík, Kópavogi, Akureyri, Akranesi og í Boiungarvík og auk þess 14 fulltrúa á óháðum og blönduðum listum, sem ýmist eru meðlimir Samtakanna eða yfir- lýstir stuðningsmenn þeirra. Þessi sigur Samtakanna í fyrstu lotu hefur haft stórvægileg áhrif á málflutning og atferli gömlu flokkanna. Innan Alþýðuflokksins hafa komið upp hinar illvígustu deilur um framkvæmd jafnaðar- stefnunnar í stjórnansamvinnu við Sjálfstæðisflokkinn. Hið mikla al- nienna fylgistap Alþýðuflokksins í kosningunum hefur yfirleitt verið túlkað sem vantraust á núverandi stefnu flokksins. Formaður Al- þýðuflokksins hefur gert tilraun til þess að koma til móts við hin róttækari öfl innan ftokksins, sér- staklega úr hópi yngra fólks og láglaunafólks. Til þess að sýna vilja sinn í framkvæmd hefur for- maður Alþýðuflokksins boðið upp á viðræður um „vinstra samstarf“. Áhrif kosningasigurs Samtakanna á framferði Alþýðubandalags- inanna einkennast fyrst og fremst af gremju, en sjálft er Alþýðu- bandalagið einn sjóðandi grautar- pottur. Það er ekkert launungar- mál að eitt af megintakmörkum Samtakanna er að einangra fuil- komlega og endanlega þau öfl inn- an Alþýðubandalagsins, sem vilja fótum troða sjálfstæða hugsun og ala upp hóp pólitískra blindingja. Forystumenn Alþýðubandalagsins óttast nú mest að tapa því fylgi, sem þeir hafa haft meðal róttækra vinstri manna, og að flokkurinn verði á ný lítill hópur ábyrgðar- lausra öfgamanna. Viðbrögð Fram- sóknarflokksins eru enn nokkuð óljós enda munu þeir vart gera sér grein fyrir hvert stefnir. Þó hefur mikiii skrekkur hlaupið I liðið, þar sem vitað er um fjölda ungra Framsóknarmanna, sem nú hyggj- ast veita Samtökunum lið. Sjálf- stæðisflokkurinn stendur að surnu leyti vei að vígi enda hafa ráð- herrar þeirra staðið sig betur en samstarfsmenn þeirra úr Alþ.fl. Sjálfstæðismenn taia nvikið um óeiningu vinstri aflanna, en sjálfa telja þeir sig fulltnía allra stétta og boðbera frelsis og fram- taks. Með þessari stefnuskrá hefur | flokknum tekizt að tryggja sér fylgi rnikils fjölda framtakssamra og dugandi manna og kvenna. Flokkurinn hefur einnig teygt sig býsna langt til að framfylgja vax- andi kröfu almennings um aukið jafnrétti og heiibrigða skoðana- myndun. En er kemur til kasta um öll meiriháttar réttlætismál lág- launafólks, þá stendur Sjáfstæðis- flokkurinn trúan vörð um hags- muni gróðamanna og allskyns braskaralýðs. Mikill fjöldi einstakl- inga, sem trúa á fjölbreytt vaxandi atvinnulíf í landinu hafa þegar tek- ið þá ákvörðun að styðja Samtök frjálslyndra og vinstri manna við næstu alþingiskosningar. Sjálf- stæðisfiokkurinn hefur því engu síður en hinir flokkarnir ástæðu til þess að óttast vaxandi fylgi þessa nýja pólitíska afls í íslenzku þjóðlífi. Af því sem liér hefur verið sagt má vera ljóst að Samtök frjálslyndra og vinstri manna munu höggva inn í raðir allra gömlu flokkanna. Samtökin í Eyjum. Það blað, sem nú kemur út í fyrsta sinn mun þjóna þeim til- gangi að sameina alla þá, sem stuðla vilja að sigri Samtaka frjáls- lyndra og vinstri manna I næstu alþingiskosningum og með því veita nýju og fersku blóði inn í stjórnmálalíf þjóðarinnar. Við heitum á alla stuðningsmenn Sam- takanna að taka virkan þátt í kosningabaráttunni. Þeir, sem óska að gerast félagsmenn í Fé- lagi frjálslyndra og vinstri manna í Vestmannaeyjum geta fyllt út umsóknareyðublað og sent það til afgreiðslu blaðsins, Box 173, hér í Vestmannaeyjum. Einnig eru stuðningsmenn hvattir til þess að afla áskrifenda að aðalmálgagni Samtakanna sem er Nýtt Land, Ingólfsstræti 8, Reykjavík. Skráðir félagsmenn í Vest- mannaeyjum eru nú um 60 (þ. e. 16 ára og eldri) en auk þess teljum við, að Samtökin eigi þeg- ar um 200 atkvæðisbæra stuðn- ingsmenn hér í Eyjum. Undirbún- Dr. Bragi Jósepsson ingur er þegar hafinn uppi á iandi og má búast við góðum frétt- um þaðan fljótlega. Þá er þess einnig að vænta að framboðslisti fyrir Suðurlandskjördæmi verði ákveðinn innan skamms. Bitur persónuleg reynsla. Af ýmsum gildum ástæðum tel ég rétt að skýra Eyjamönnum frá tildrögum þeirrar ákvörðunar minnar, að taka nú virkan þátt í stjórnmálabaráttunni. 1 fyrsta lagi skal tekið fram, að ákvörðunin er algerlega mín eigin, og margir þeir sem eitthvað hafa sagt um málið hafa látið í ljós undrun sína yfir því, að ég skuli vera að „sklta mig út á pólití'k", en þannig hef- ur fjöldi kunningja minna orðað þaö. Þó virðist mér þeir, sem mest tala um „skítuga póiitík“ að öUu jöfnu vera virkari og sann- færðari en aðrar um óyggjandi leiðsögn síns eigin stjórnmála- flokks. En það er önnur saga. Til þess að svara ofangreindri spurningu, ^iversvegn^ r stjórn- mál?“, tel ég náuðsynlélé'ím tekja nokkur atriði frá þeim tíma er ég sagði upp starfi mínu við Gagn- fræðaskólann í Vestmannaeyjum og þar til nú, að ég hef ákveðið að taka virkan þátt í stjórnmála- baráttunni með því að stuðla að sigri Samtaka frjálslyndra og vinstri manna. Eftir að ég útskrifaðist frá Kennaraskóla Islands 1951 var ég við nám í Englandi í eitt ár. Þar kynntist ég núverandi eiginkonu minni Dórote Oddsdóttur, héðan úr Eyjum. Meðal annars af þeim ástæðum settumst við að í Vest- mannaeyjum eftir að við giftumst. Fyrstu árin kenndi ég við Barna- skóla S.D.A. en síðan við Gagn- fræðaskólann 1 Vestmannaeyjum. Árið 1959 stakk ég upp á því við skólastjórann, Þorstein Þ. Víg- lundsson, að við breyttum dálitið til og tækjum upp nýjar kennslu- aðferðir í ensku, sem ég hafði kyn.it mér bæði í Englandi og á námsskeiðum í háskólanum. Þor- steinn taldi því ekkert til foráttu. Þetta haust hóf ég því kennslu í tveim bekkjardeildum og notaði nýju aðferðina (Direct Method) við enskukennsluna. Árið eftir hélt ég áfram i öðrum toekk og byrjaði jafnframt aftur með tvær 1. bekkjar deildir. Ailt frá því ég byrjaði með þessa nýju aðferð var ég mér þess fyllilega meðvitandi, að grípa yrði til sérstakra ráðstaf- ana þegar að landsprófi kæmi. Þetta mál ræddi ég ítarlega við skólastjóra og ákváðum við að ég færi til Reykjavikur til þess að ræða við formann landsprófsnefnd- ar, sem þá var Jón Magnússon. Að þeim viðræðum loknum var ég þess fullviss, að forráðamenn skólamála sáu enga leið til þess að ,,innbyrða“ þessa nýju kennslu- aðferð inn í hið steinrunna skóla- kerfi þjóðarinnar. Vonbrigði mín voru mikil, sérstaklega þar sem árangur þessarar kennsluaðferðar var augsýnilega mun betri en gömlu aöferðarinnar. Þegar heim kom úr Reykjavíkurferðinni var ekki um annað að gera en að snúa til baka og taka upp hina gömlu og virtu kennslubók önnu Bjarnadóttur. Þetta voru fyrstu raunverulegu árekstrar mínir við hið úrelta skólakerfi okkar. Upp úr þessu tók ég þá ákvörðun, að fara utan til þess að afla mér við- bótarnáms, þannig að ég gæti bet- ur beitt mér fyrir umbótum í skólaniálum þjóðarinnar. Haustið 1961 fórum við hjónin til Bandaríkjanna ásamt tveimur börnum okkar Oddi, sem þá var 8 ára og Ingigerði Sögu, eins árs. Eftir þriggja ára sleitulaust ná lauk ég M.A. prófi f uppeldisfræði og skólarannsóknum, og þar með var hinu upphaflega takmarki náð. Fræðslumálastjóri, Helgi Ellasson bauð mér fulltrúastöðu á Fræðslu- málaskrifstofunni og allt virtist í hinu bezta lagi. Það sem hafði þó breytzt, hvað sjálfan mig snerti, var að ég hafði öðlast fyllri skiln- ing á ákveðnum grundvallaratrið- um er varða fræðslu og mennta- mál almennt. Það sem ég taldi enn vanta, var að tengja þessa þekk- ingu mfna og menntun því starfi, sem verið er að vinna og unnið hefur verið f fslenzkum skólamál- um. Ég tók endanlega þá ákvörð- un, með samþykki fjölskyldunnar, að halda enn áfram námi og vinna jafnframt að því að skrifa fyrstu doktorsritgerð um þróun og stöðu íslenzkra fræðslumála allt fram á okkar dag. Þessum áfanga lauk ég formlega í júní 1968, en ári áður hafði ég ráðist sem aðstoðar- prófessor við Ríkisháskólann í Kentucky. Síðustu 3 námsárin urðu mér lærdómsrík í meira en einum skilningi. 1 fyrsta iagi var efni ritgerðar minnar íslenzka skólakerfið sjálft. Þegar ég lít yfir þetta starf finnst mér að bezt sé að líkja því við uppskurð á ósvæfðri ófreskju. Á gagnrýni að vera bannvara í íslenzku þjóðfélagi? Ég ætla ekki að fara út í ein- stök atriöi í viðskiptum mínum við menntamálaráðherra og ráðu- neytisstjóra. Þó vil ég taka fram að mér hefði aldrei dottið f hug að þessir menn myndu rísa upp á aft- urfótunum í trylltu ofsóknaræði vegna þess að einn íslenzkur gagn- fræðaskólakennari, sem reyndar hafði aflað sér æðstu menntunar á sviði skólarannsókna, tæki sér það bessaleyfi að fara að gagnrýna hina alvitru og óskeikulu embætt- ismenn. Þetta reyndist þó svo. Upplýsingaskýrslur og aðrar heim- ildir frá menntamálaráðuneytinu hafa ekki staðið mér til boöa. Menntamálaráðuneytið hefur hafn- að allri samvinnu við mig um rannsóknir og aðra fyrirgreiðslu, sem ég hef boðið. Menntamála- ráðuneytið hefur stungið undir stól mikilvægum igögnum, sem ráðuneytinu var trúað fyrir að koma á framfæri við ákveðna ráða- menn, þar með taldir forsætisráð- herra, þingmenn, hópur skóla- stjóra og kennara. Ráðuneytið hef- ur staðið gegn þvf að sett yrði upp kennslubókavinnustofa fyrir Kenn- araskólann og starfandi kennara, en til þessa safns hafði ég útveg- að nokkur hundruð eintök, Ráðu- neytið hefur hafnað tilboði mínu um að skipuleggja prófmat fyrir íslenzka námsmenn, sem hyggja á nám í Bandaríkjunum og Kanada. Ákveðið mat á gildi prófa frá hin- um Norðurlöndunum er þegar til og er erlendum námsmönnum mik- ill styrkur. (1 þessu tilfelli má þó Framhald á bls. 2

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/551

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.