1. maí blaðið - 01.05.1950, Blaðsíða 1

1. maí blaðið - 01.05.1950, Blaðsíða 1
1. MAI-BLAÐIÐ Hafnarfirði 1. vuií 1950. Avarp 1. maí-nefndar launþeganna í Hafnarfirði 1. maí er alþjóðlegur baráttu- og hátíðisdagur verkalýðsins um allan heim, sem milljónir verkamanna og verkakvenna sameinast um til baráttu fyrir friði og framtíðaröryggi. íslenzk verkalýðshreyfing treystir samtök sín á þessum degi í öruggri vissu þess og vitund að grundvöllur allra kjarabóta, allrar sóknar samtakanna byggist á því, að samtökin séu heilsteypt og sterk. Aldrei fremur en nú hefur verkalýðnum verið þörf sterkra og einhuga samtaka til varnar gegn sívaxandi árásum auðvaldsins og ríkisstjórnar þess, og þörfin er því brýnni, sem valdhafnarnir leiða land og þjóð lengra út í ófæru kreppu, með gengislækkun og stóraukin dýrtíð, sem er afleiðing hennar og óhjákvæmilega hlýtur að koma þyngst niður á herðar hins vinnandi manns. Því heitum við á Hafnfirzka launþega að búa sig undir að beita mætti samtakanna gegn ágengni auðstéttarinnar og miða undirbúning sinn við það, að sú barátta verði sam- ræmd um land allt, svo að unnt sé að ná sem skjótustum árangri í því að hrinda sókn vald- hafanna á alþýðuheimilin. Á þessum baráttudegi verkalýðsins mótmælir alþýðan einum rómi hinum skefjalausu árásum gengislækkunarlaganna á lífskjör hennar, athafnafrelsi sam- takanna og á atvinnulíf þjóðarinnar. Hún mótmælir hinni þjóðhættulegu gengislækkunarstefnu, sem hlýtur að leiða kreppu og hrun yfir atvinnuvegina en hörmungar atvinnuleysis og fátæktar yfir launþegana. Hún mótmælir hinum gegndarlausu skatta- og tollaálögum, óstjórn í verzlunarmálum, svarta markaðnum og öngþveiti í skömmtunarmálunum. Hún mótmælir hinni vaxandi tilhneigingu ríkisvaldsins til að beita verkalýðssamtökin þvingunarráðstöfunum. í dag, 1. maí, gerir alþýðan þá skýlausu kröfu, að breytt verði um stefnu í málefnum ís- lenzku þjóðarinnar. Fyrst og fremst krefst alþýðan þess, að nú þegar verði gerðar undanbragaðalausar til- raunir til öflunar nýrra og öruggra markaða fyrir framleiðsluvörur íslendinga, til trygg- ingar atvinnu og afkomu almennings. Hún krefst þess, að fjölbreytni framleiðslunnar verði aukin og vöruvöndun bætt. Framleiðslukostnaður lækkaður með lækkun vaxta, aukinni tækni og bættum vinnuaðferðum. Hinn mikli gróði innflutningsverzlunarinnar verði afnuminn og skriffinsku og nefndafargan ríkisins skorið niður. Innflutningur á byggingarefni verði aukinn og hagkvæm lán veitt til verkamannabústaða og samvinnubygginga. Alþýðan krefst þess, að enginn vinnufær maður þurfi að ganga atvinnulaus. Alþýðan mót- mælir harðlga innflutningi erlends vinnuafls og krefst þess að erlent verkafólk á Keflavíkur- flugvelli verði tafarlaust látið víkja úr landi og íslendingar látnir taka við störfum þess. Alþýðan krefst þess að Flugvallarsamningnum við Bandaríkin verði sagt upp, þegar upp- sagnarákvæði leyfa og ísland taki við rekstri flugvallarins að fullu og öllu. Hafnfiizk alþýða! I dag fylkir þú liði á götum bæjarins, sýnir mátt þinn og vilja undir merkjum samtaka þinna. Lifi eining íslenzkrar alþýðu í baráttunni fyrir vinnu, brauði og frelsi, gegn kreppu og kaupráni, gengislækkun, atvinnuleysi og skerðingu lýðréttinda. Lifi eining íslenzkrar alþýðu í baráttunni fyrir sjálfstæði ættjarðarinnar Borgþór Sigfússon, Kristján Eyfjörð, Sigurður Einarsson, Magnús Guðjónsson, SigríSur Erlendsdóttir. Guðrún Jónsdóttir, Kristinn Guðmundsson, Aðalsteinn Sigurðsson, Hermann Guðmundsson, Guðjón Gunnarsson, Pálmi Jónsson, Þóroddur. Gissurarson, Sigurrós, Sveinsdóttir, Helgi J. Jónsson, Kristján Benediktsson. Guðrún Nikulásdóttir LANDSBÓKASAFN M 181037 iSLA.MJS

x

1. maí blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 1. maí blaðið
https://timarit.is/publication/393

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.