Dagur verkalýðsins - 01.04.1930, Blaðsíða 1

Dagur verkalýðsins - 01.04.1930, Blaðsíða 1
Dagur verkalýdsins Útgefandi: Jafnadarmannafélagid Sparta Reykjavik, april 1930 1. att a* í Hvers vegna heldur verkalýðurinn fyrsta maí hátíðlegan? Eftir Rósu Luxemburg1 Hugmyndin um verkalýöshá- tíðisdag til þess að berjast fyi'ir átta stunda vinnudegi kom fyrst upp í Ástralíu. Árið 1856 ákváðu verkamenn þar í landi að láta ’ alla vinnu hvíla einn dag og halda samkomur og skemtanir til að bera fram kröfu sína um átta stunda vinnudag. 21. apríl var valinn til hátíðahaldanna. Fyrst í stað hugðu þeir að halda slíkan kröfudag aðeins í þetta skifti, ár- ið 1856. En slík voru áhrif þessa fyrsta hátíðisdags á verkalýð Ástralíu, svo vekjandi og uppörf- andi reyndist hann, að þeir tóku það ráð, að halda slíkan hátíðis- dag á hvei'ju ári. Sú er líka raunin á, að ekkert er betur fallið til þess að glæða kjark verkalýðsins og trú hans á sjálfum sér, en samtök fjöldaus um að leggja niður vinnu. rivað getur blásið þrælum verksmiðj- anna kjark í brjóst, ef ekki her- sýning á þeirra eigin hðssveit- um? Hugmyndin um verkalýðshá- tíð náði því fljótt hylli og barst frá Ástralíu til annara landa og ioks var hún tekin upp af verka- lýð allrar veraldar. Verkamenn í Ameríku urðu fyrstir til að fylgja dæmi stétta- bræðra sinna í Ástralíu. Árið 1886 völdu þeir 1. maí, sem almennan hvíldardag frá vinnunni. Á þeim degi lögðu 200.000 verkamenn niður vinnu og kröfðust 8 stunda vinnudags. Næstu árin gátu þeir ekki haldið daginn hátíðlegan vegna ofsókna af hálfu stjómar- valdanna.*) En 1888 tóku þeir aftur ráð sín saman og ákváðu að halda næsta hátíðisdag 1. maí 1890. Á meðan þessu fór fram, hafði verkalýðshreyfingin í Evrópu tek- ið -miklum framförum. Stórkost- legt jarteikn þess var alþjóða verkamamiaþingið 1889. Á þessu þingi voru 400 fulltrúar saman komnir og þar var ákveðið að gera átta stunda vinnudag að að- alkröfu. Kom fram tillaga frá íulltrúa frönsku verklýðsfélag- anna, Lavigne verkamanni frá Bordeaux, að halda skyldi al- mennan verkalýðshátíðisdag til þess að bera fram kröfu þessa. Fulltrúi amerísku verkamannanna benti á að félagar hans hefðu valið 1. maí 1890. Varð það til Fótatak jafnaðarstefnunnar Rússland, hvert leiðir þú oss? *) Mögnuðust var hreyíingin í Chi- cago. Verkfallið vegna átta stunda vinnudagsins hélt áfram eftir 1. mai. 4. mai var kastað sprengju i kröfu- göngu, sem lögreglan réðist á og má telja víst að það hafi verið verk flugumanns. Foringjar hreyfingarinn- ar, anarkistarnir (stjórnleysingjarn- ir) Spiess, Parson og fl. voru kœrðir fyrir morðtilraun, dœmdir til dauða án sönnunargagna og hengdir 11. nóv. 1887. (Átta píslarvottar amerísku verkalýðshreyfingarinnar urðu sörnu glœpsamlegu „réttvísinni" að bráð og þeir Sacco og Vanzetti). þýð. þess, að þingið ákvað að þessi. dagui' skyldi haldinn hátíðlegur ,. af verkalýð allra landa. jj Eins og í Ástralíu fyrir 30 ár- j um, hugðu verkamenn einnig í þetta skifti að halda aðeins eixm kröfudag. Þingið ákvað, að verka- lýður allra landa skyldi halda kröfugöngur fyrir átta stunda vinnudegi 1. maí 1890. Um endur- tekning hátíðahaldanna á næstu árum var ekki rætt. Enginn gat séð það fyrirfram að það myndi heppnast eins framúrskarandi vel og raun varð á, að koma hugmynd þessari í framkvæmd, og engum kom til hugar að hún myndi svo skjótlega vinna hylli verkalýðsins. En maíhátíðin 1890 nægði til þess að sýna mönnum fram á, að slíka hátíð yrði að endurtaka á hverju ári. Fyrsti maí er boðberi kröfunn- ar um átta stunda vinnudag. En þó að þeirri kröfu verði fullnægt, verður ekki hætt að halda 1. maí hátíðlegan. Á meðan verkamenn berjast gegn borgarastéttinni og stjórninni, á meðan öllum kröfum þeirra er ekki fulinægt, verða þær bornar fram fyrsta maí með kröfugöngum og hátíðahöldum. En þegar birtir af degi og betri tímar koma og verkalýður allrar veraldar hefir hrist af sér hlekk- ina, einnig þá mun 1. maí verða haldinn hátíðlegur til minníngar um þrautirnar og baráttuna. jaftiaðarmannaíélagíð Sparta Jafnaðarmannafélagið Sparta var stofnað í nóvember 1926. Stofnendur voru um 20, flestir félagar úr Jafnaðarmannafélaginu (gamla). Lög félagsins mæla svo fyrir, að það starfi á grundvelli hinn- ar vísindalegu jafnaðarstefnu, er þeir Karl Marx og Friedneh Engels hafa skapað og tilgangur þess er að vmna að framgangi kommúnismans. Félagið hefir sett sér það verkefni, að safna framsæknasta hluta íslensks verkalýðs í pólitískan floúk, til þess að auka stéttavitund verka- lýðsins og gera hann hæfan til að berjast þeirri stéttabaráttu, sem fær honum að lokum fullan sigur í hendur. Félagið, og sá flokkur, sem um það myndast. telur það skyldu sína að standa í broddi fylkingar í hagsmunabaráttu verkalýðsins og er þemar skoð- unar að þeirri baráttu hljóti að lykta þannig, að verkalýðurinn sigri að fullu og taki ríkisvaldið í sínar hendur og stofni alræði öreiganna til þess að byggja upp þ j óðskipulag j af naðarstef nunnar. Slíkt breytingarstig byltingarinn- ar álítur félagið nauðsynlegan áfanga á leiðinni að hinu endan- lega marki, sem er stéttalaust þjóðfélag frjálsra vinnandi manna. Sparta hefir lagt mikla áherslu á fræðslustarfið og á fundum fé- lagsins hafa altaf öðru hvoru ver- ið haldnir fræðandi fyrirlestrar um þjóðfélagsmál og stjórnmál og auk þess um ýms menningar- mál. Lesflokkur hefir starfað í vetur, og hefir um skeið haldið fundi vikulega. Menn hafa komið saman og lesið Kommúnistaávarj)- ið og skýrt það, beint spurning- um liver til annars og leyst úr þeim eftir því, sem kostur var á. Félagið á nú orðið allgott bóka- safn. Safn þetta gefur meðlimum félagsins kost á meiri fræðsiu um jafnaðarstefnuna og kommúnism- ann en nokkur önnur stofnun hér í bæ getur látið í té. Af öllum málum hefir Sparta látið sig verkalýðsmálin mestu skifta. Lét félagið semja frum- varp til laga um atvinnuleysis- tryggingar og -bera það fram á Alþingi 1926. Allir þingflokkar hafa verið sammála um að svæfa frumvarp þetta og þegja það í hel. Enginn verkamaður má gera hinu sameinaða íhaldi það til eftirlætis að vera ókunnugur frumvarpi þessu. Náið ykkur í þingtíðindin og lesið það. ÖIl árin, sem Sparta hefir starf- að hefir hún gert sér far um að undirbúa hagsmunamál verkar lýðsins í verkalýðsfélögunum. I þessu starfi sínu hefir félaginu orðið allmikið á gengt. Mörg af stærstu og -bestu skrefunum, sem verkalýðsfélögin hafa tekið, hafa verið undirbúin í Spörtu. Sparta hefir engin önnur áhugamál en þau, sem um leið eru hagsmuna- mál allrar stéttarinnar. En það vantar mikið á að allir verkamenn skilji baráttu vora enn þá. Og þó að þeir séu hlyntir starfi voru, þá hafa þeir ekki ennþá skilið það til fullnustu að verkalýðm-inn verður sjálfiu- að hrinda af sér okinu. Það verður að vera verk fjöldans, en getur aldrei orðið verk fárra manna, jafnvel þó þeir hafi samúð allrar stéttarinnar. Vantraust verkalýðs- ins á sjálfum sér er okkar versti fjandi. Enginn verkamaður, sem hefir stéttavitund hefir leyfi til að vera áhorfandi. Það er bein- línis skylda hans við stéttina að taka virkan þátt í starfínu Ef hann telur sig skorta þekkingu til þess, verður það að vera hans fyrsta verk, að afla sér hennar. Ef hann telur sig vanta haifileika til þess, þá verður hann að þroska þá hæfileika, sem hann hefir. Annars er alt slíkt misskilnmgur. Hver einasti verkamaðiu- hefir hæfileika til að vinna jafnaðar- stefnunni gagn, hver á sinn hátt. Alt sem vinst, er árangurinn af samstarfi fjöldans, og hver mað- ur hefir verið nauðsynlegur hlekkur í keðjunni. Hver maður, sem tekur þátt í starfinu, á sinn skerf- í því sem vinst. Enginn má hugsa sem svo: Það munar ekki um mig. Sparta hefir lagt stund á, að láta hvem og einn taka þátt í starfinu. Félögunum hefir verið skipað niður í nefndir og Hin ýmsu viðfangsefni hafa verið fengin nefndunum í hendur til úrlausnar. Félagið telur nú um 50 með- Hvað er að gerast í Rússlandi? Hvað er að gerast í landinu, sem lokai* öllum kii'kjum, hefir sett guð almáttugan af og hengir alla presta, eftir því, sem Morgunblað- ið og Vísir segja? Raunar hafa hinir „hengdu“ prestar mótmælt fregnum þessum og láta vel yfir sér. En hvað gerir það? Morgun- blaðið og Vísir vita betur (!!)• Sannleikurinn er sá, að í dag eru þúsund ára draumar mann- kynsins að rætast í Rússlandi. Fjöldinn, hinar vinnandi stéttir, verkamenn og bændur treysta nú ekki lengur á guð og gaddinn og umhleypinga auðvaldsskipulags- ins; þeir hafa tekið mál sín í eigin hendur. Þeir fylgja nú ekki lengur boðum kristindómsins og yfirráðastéttanna að láta hverjum degi nægja sína þjáningu; nú hugsa þeir fyrir morgundeginum. Þeir fylgja nú ekki lengur dæmi sjómannsins, sem lætur reka fyrir straumi og vindi; nú stýra þeir fleyi sínu eftir öllum vísindaleg- um reglum siglingafræðinnar. Þeir fyigja nú ekki lengur dæmi villimannsins, sem bendir priki sínu til himins og biður um regn um sama leyti og almanakið fræð- ir oss um að regntíminn sé í nánd. Eins og stjörnufræðingur- inn reiknar út brautir himintungl- anna, reiknar nú rússnesk alþýða út framleiðsluþróun sína og menningarþróun á komandi árum. Og mann sundlar af tölum þeirra eins og af tölum stjörnufræðings- ins. Hin stórkostlega áætlun um framleiðsluþi’óun Rússlands á ár- unum 1928—1933 markar því ein- hver hin stærstu tímamót í sögu mannkynsins. Hingað til hafa mennirnir verið þrælar fram- leiðslutækjanna; nú eygjum vér framundan oss þann tíma, er mennirnir stjórna sjálfir þróun framleiðslunnar eins og stýri- maðurinn skipi sínu og nota framleiðslutækin til blessunar fyrir alt hið vinnandi mannkyn. Á hverjum degi heyra nú rúss- neskir verkamenn fótaták jafn- aðai'stefnunnar í verksmiðjunum. En þó er ein villa í fimmára- áætluninni. Hún er alt of varlega reiknuð, alt of hógvær. Áætlunin gerði ráð fyrir að öll iðriaðar- framleiðslan myndi aukast um 20% árið 1929—30, en þunga- vöruframleiðslan myndi aukast um 22,5%. En sú varð raunin á, að öll iðnaðarvöruframleiðslan 6x um 30%, en þungavöi-uframleiðsl- limi. Það er alt of fáment. Það leggur alla stund á að fá verka- menn til að gerast félagar. Engar aðrar kröfur eru gerðar til verka- manna, sem gerast vilja félagar, en að þeir vilji berjast sameigin- lega með oss að hagsmunamálum j verkalýðsins. Félaginu er það ljóst, að það getur ekki komið áhugamálum sínum í framkvæmd, nema verka- lýðurinn fylki sér um það. Verka- menn, gerist félagar og fáið sam- starfsmenn ykkar til að gera slíkt hið sama. Enginn, sem ekki lætur sér á sama standa um málefni verkalýðsins, má láta sig vanta frá starfinu. an, sem er undirstaðan undir öll- um stóriðnaði um 45% eða alt að því um helming þess, sem áður var. 7 stunda vinnudagurinn og 4 daga vinnuvikan náðu miklu meiri útbreiðslu en gert var ráð fyrir. En þó hefir veruleikinn á engu sviði gert áætluninni aðra eins skömm til, eins og um þjóð- nýtingu landbúnaðarins. 1 febrúar síðastliðnum var meira en helm- ingur af landbúnaði allra Ráð- stjórnarríkjanna í höndum sam- yrkjubúa og ríkisbúa! Telja má víst að aðeins örlítill hluti af landbúnaði Rússlands verði í höndum einstakra manna haustið 1933. 1 einu vetfangi hefir veru- leikinn gert broddborgarana hlægilega, sem halda því fram, að jafnaðarstefnan geti aldrei náð til landbúnaðarins. Rússnesk al- þýða keppir nú að því, að fram- kvæma fimmára-áætlunina á fjór- um árum, en gera má ráð fyrir að það takist á mun skemri tíma. Lítum nú á framtíðina og ger- um ráð fyrir að þróunin haldi áfram með sama hraða og nú. Raunar má telja víst að þróunin verði mikiu örai'i, en það er betra að láta veruleikan fara fram úr áætluninni, en að láta borgarana hælast um sviknar vonir. Að 13 árum liðnum verður fram leiðslan 28 sinnum meiri en nú, og eftii’ 18 ár verður hún 100 sinnum meiri. Þá verður hún 5 sinnum meiri en öll framleiðsla Bandaríkjanna, en nú sem stend- ur er helmingurinn af allri iðn- aðarframleiðslu heimsins í hönd- um Bandai'íkjanna. Eftir 13 ár verða vinnulaunin 4 til 5 sinnum hærri en nú. Eftir 2 ár, í hæsta lagi, verður hvergi unnið lengur en 7 stundir á dag og vinnuvikan hvergi lengri en fjórir dagar. 1938 mun ekki verða unnið lengur en 6 stundir á dag, en 5 stunda vinnu dagurinn mun vei'ða kominn í framkvæmd í síðasta lagi árið 1943. (Á því herrans ári er samningur íslendinga við Dani út- runninn. Ætli það kunni nú ekki að vera fullsnemt, að ræða af kappi um endumýjun hans. Ver- ið gæti að atburðimir í Rússlandi settu eitthvert strik í reikning- inn). f nánustu framtíð verður alt atvinnuleysi horfið með öllu. Á næstu 15 árum mun jafnaðar- skipulagið ná slíkum vexti í Rúss- landi að engin þarf að vinna sér til lífsviðurværis fyr en hann er tvítugur eða eftir að hann er fimtugur. Almenn skólaskylda mun svara til mentaskólanáms nú, svo að mentun allrar alþýðu mun standa feti framar mentun stúdenta í auðvaldslöndunum. Það er því enginn vafi á því, að ef Rússland fær að halda friði, mun núlifandi kynslóð verða aðnjót- andi allra yfirburða jafnaðar- stefnunnar. Hvemig er þá ástandið og hvernig em horfumar í auðvalds- löndunum? Alstaðar ríkir at- vinnuleysi, neyð og hörmungar. Almenn kreppa hefir skollið yfir hið fyrirheitna land auðvaldsins, Bandaríki Ameríku og þaðan breiðist hún út yfir allan auð- valdsheiminn eins og fellibylur. Launin lækka, vinnudagurinn lengist, skattamir hækka, tollam- ir hækka, vinnuhraðinn er auk-

x

Dagur verkalýðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur verkalýðsins
https://timarit.is/publication/616

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.