Dagur - Tíminn - 29.08.1996, Blaðsíða 1

Dagur - Tíminn - 29.08.1996, Blaðsíða 1
Lífskjörin í landinu/19 Heimskulegar áherslur á mörgum sviðum Fjölmiölar/22-25 Hefur Stöð 2 menningar- legt hlutverk? Venjulegir og demantsskornir Afgreiddir samdægurs GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI Fimmtudagur 29. ágúst 1996 79. og 80. árgangur 163. tölublað Reykjavík Nær 60% styrkþega atviimu- lausir Um 12. hver króna af út- svarstekjum Reykjavíkur- borgar árið 1995, eða 675 milljónir króna, fóru í íjár- hagsaðstoð tU samtals 3.800 einstaklinga og heimila. Upp- hæðin svarar til þess að hver 4ra manna fjölskylda í borginni hafi látið 26.000 kr. af hendi rakna í þessu skyni í fyrra. HeUdarútgjöld Félagsmálastofn- unar ReykjavUou námu rúm- lega þrefalt hærri upphæð, eða rúmlega 2.100 mUljónum króna. Launakostnaður 1.400 starfsmanna stofnunarinnar var stærsti útgjaldaliðurinn, um 1.240 miUjónir króna. Margs konar þjónusta og aðstoð við aldraða var litlu minni kostnað- arhður en fjárhagsaðstoðin. Um fjórðungur aUra ellilífeyrisþega í ReykjavUc, eða um 3.000 manns, nutu félagslegrar heimaþjónustu stofnunarinnar á árinu. -HEI Visa Island Mafía sveik út miUjónir króna á íslensk guUkort Handhafi gullkorts fékk reikning uppá 300 þúsund kr. vegna úttektar í Bandaríkjun- um, en þangað hefur hann aldrei komið. Mafía í A-Evrópu sveik út milljónir á íslensk gull- kort í júh' og ágúst hafa komið tU Visa íslands rúmar 20 færslur frá bandarískri póst- verslun á íslensk kortanúmer fyrir vörur sem hafa verið pant- aðar frá Póllandi án vitundar viðkomandi korthafa. Grunur leikur á að þarna geti verið um að ræða verk austurevrópskra mafíusamtaka, en málið er í rannsókn hjá innra eftirliti Visa en ekki lögreglu. Sem dæmi fékk einn handhafi gullkorts reikning uppá 300 þúsund krónur sem höfðu verið teknar ut á kortið hans í Bandaríkjun- um, en þangað hefur hann aldrei komið. Svo virðist sem bylgja glæpsamlegra kortavið- skipta hafi átt sér stað í sumar og þá aðallega frá Austurlönd- um ijær. Einar Einarsson, forstjóri Visa ísland, segir að í þessu dæmi frá Póllandi sé um að ræða nokkrar miUjón- ir króna, sem teknar hafi verið út af er- lendri heimUd við- komandi korthafa án þeirra vitundar. Hann segir að þarna sé einkum um að ræða gullkort, enda séu þau með mun rýmri erlenda úttekt en almenn kort. Forstjóri Visa íslands segir að þessar upp- hæðir muni verða bakfærðar á reikning þeirra sem hafl orðið fyrir þessari lífsreynslu og því muni þessi glæpsamlegi verkn- aður ekki bitna á eigendum kortanna. Auk þess sé þetta endursendingarhæft tU upp- runalandsins og því muni Visa ísland skaðast mun minna af þessu en ella hefði getað orðið. Hann segir að þeir korthafar sem kannist ekki við úttektir á reikningi sínum eigi umsvifa- laust að hafa samband við höf- uðstöðvar Visa eða við sína við- skiptabanka. „Það er undrunar- efnið,“ segir forstjóri Visa ís- lands aðspurður hvernig pólsk- ir aðilar geti komist yfir íslensk kortanúmer. Hann telur líkleg- ast að þarna liggi að baki eitt- hvert svikakerfi í Póllandi sem á eftir að afhjúpa, fremur en að rekja megi þetta til kortavið- skipta á Internetinu. Hann telur jafnframt ekki útilokað að þarna geti átt hlut að máU aust- urevrópsk mafía með aðsetur í Póllandi, „enda aldrei að vita hvað hún teygir anga sína víða,“ segir Einar Einarsson. Hann segir að svo virðist sem einhver bylgja hafi verið í þessum glæpsamlegu úttektum í sumar eftir nokkurt hlé og þá aðaUega frá Austurlöndum fjau. Þótt allt sé gert til að tryggja sem mest öryggi í kortavið- skiptum, sé nánast útilokað að komast fyrir svona nokkuð, svo ekki sé talað um ef menn versU með kortin sín á Internetinu eða noti þau í viðskiptum með eiturlyf. -grh Sjónvarp úr söltum mar Pétur Þór Lárusson sjómaður á Háhyrn- ingi, AK 20, sem gerður er út frá Arnarstapa, fékk heldur óvenjulegan afla á færið þegar hann var á fiskiríi á dögunum. Hann dró sjónvarp úr söltum mar, en fyrst þegar Pétur Þór var að reyna að innþyrða aflann hélt hann að þetta væri stórlúða. Reyndar segir Pét- ur að sjónvörp séu góður afli - enda utan kvóta. Hins vegar hafi menn tals- vert velt fyrir sér að undanförnu hvaðan sjónvarp þetta komi. Pétur er „gulur og glaður" Skagamaður eins og litirnir á skódanum hans bera með sér. -Sbs/DT-mynd: Stefán Lártis Pálsson Einar Einarsson forstjóri VISA ísland Það er aldrei að vita hvað austur- evrópska Mafian teygir anga sína víða \

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.