20. maí - 20.05.1936, Blaðsíða 1

20. maí - 20.05.1936, Blaðsíða 1
Útgefandi: Skátafélagið „Fylkir“. Siglufirði, miðvikudaginn 20. maí 1936 Heill þér Siglufjörður! „Siglufjörður! Siglufjörður! Happasæla, sumarfagra, blíða, sveitin prúð, í skjóli fjallahlíða; þú mót hafi breiðir faðminn fiíða, fram á djúpið bendir raskri drótt. Gjöfia hönd þér RánogÆgir rétta. rausnargjafir færa dag og nótt; heiðurskrans úr höfgu gulli flétta hverjum þeim, er sýnir dug og þrótt“. Pcill J. Árdal. Pað á vel við, í dag, að rifja uop fyrir oss þessa gullfögru og sönnu lýsingu skáldsins, úr kvæði því, er það orti fyrir 18 árum síð- an, á 100 ára afmæli Siglufjarðar, 20. maí 1918, því að vart mun verða skrifuð urn Siglufjörð gleggri lýsing og meir tæmandi í jafn stuttu máli, og aldrei sannari af viðhorfinu, eins og það var þá. Saga Siglufjarðar er ekki löng. Með konungsbréfi 20. maí 1918 er hann löggiltur sem verzlunarstaður, og 20. maí 1918 fékk hann sjálf- stæði í fjárhagsmálum, bæjarfógeta og var tekinn í tölu kaupstaðanna. Baráttan fyrir sjálfstæði Siglufjarðar var ekki löng, en hún var all hörð, oá er þess ljúft að minnast, að þá stóðu Siglfirðingar sameinaðir sem einn maður um að heimta hinum unga og ört vaxandi bæ þann rétt, sem hann átti sanngjarna og eðli- lega kröfu til, og sigurinn vannst við ötula, drengilega og viturlega forgöngu þeirra ágætu fnanna, sem þar skipuðu sér í fylkingarbrjóstið, og sem á ókomnum árum mun ávallt verða minnst þennan dag, þeirra séra Bjarna Porsteinssonar og Stefáns alþingism. trá Fagra- skógi. Siglufjarðarbæ bárust margar hlýj- ar heillaóskir á Iiinum tvöfalda merkisdegi hans, 20. maí 1918. Meðal skeytanna var eitt, sem vakti sérstaka athygii þess, sem þetta ritar. Pað var frá frú Steinunni, dóttur séra Jóns Sveinssonar, sem var hér prestur á Hvanneyri, og hafði hún alist hér upp á æskuár- um sínum. Skeyti þetta andaði svo mikilli hlýju og ræktarsemi til hins unga Siglufjarðarbæjar, að maður fann glögglega hve óvenju sterkar taugar tengdu enn hina háöldruðu merkiskonu við æskustöðvarnar, sem hún hafði ekki litið, nema þá rétt f svip, síðan á unglingsárunum, Pað var auðfundið, hve heitt hún unni enn æskustöðvunum, hve vel hún mundi fegurð fjarðarins síns og hve hjartanlega hún unnti hon- um gæfu og gengis. Ef eg mætti kjósa mér afmælis- ósk til handa Siglufirði, þá væri hún sú, að hveræskumaður og mey sem hér elzt upp, yrði eins minn- ug æskustöðvanna og jafn rík rækt- ar og hlýrra kennda til þeirra og hin látna höfðingskona, Siglufjörður er vorfæddur. Hann er líka bær hins vaknandi vors, gróskumikill og frjór og hér skift- ast á byljir og blíðviðri, eins og í veðráttu vorsins. Hér hefir vissu lega margt þarft og fagurt bæði í andlegu lífi og athafnalifinu náð að festa rætur, þó víst megi lika segja, að arfi hafi þar vaxið innan um, og að um sumt af hinum andlega gróðrinum hafi nætt, svo að það hafh orðið kræklótt og kalið. — En slíkt er ekki að undra. Enginn bær hér á landi hefir átt eins öran vöxt eins og Siglufjörður. Vöxtur hans hefir verið miklu örari en svo að von sé til þess, að tími hafi að fullu unnist til að uppræta arfann úr andlegu lífi hans, og að hlúa að hverri þeirri plöntu, sem þarfnaðist skjóls, en eg hefi þá trú að þetta lagist smám saman. Saga Siglufjarðar-bæjar er stutt. Hann er i dag aðeins 18 ára sem bær, en saga hans er glæsileg ei að síður. Hún er þrungin af orku og athöfn dáðríkra karla og kvenna, sem unnað hafa bænum og sem viljað hafa heill og heiður hans í hvívetna. Og eg trúi því, eins og eg vona það, að enn séu óskráðir fegurstu og glæsilegustu kapitularnir í sögu Siglufjarðar. Siglfirzkir skátar hafa helgað sér afmælisdag bæjarins og mér þykir vænt um það. Framtíðin er eign æskunnar, og skátastarfsemin stefn- ir markviss að því, að bæta og göfga æskulýðinn. Æskulýður Siglufjarðar ber fram- tíð bæjarins í skauti sínu. Pað er á hans valdi hvort hún vérður góð eða ill, björt eða dimm, háskasam- leg eða heillavæleg fyrir land og lýð. Hinnar uppvaxandi kynslóðar er að vinna þau verk, sem eldri Kaupið skátamerkin. Styrkið skátahreyfiinguna i Siglufirði.

x

20. maí

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 20. maí
https://timarit.is/publication/665

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.