Þættir úr dagbók lífsins - 25.01.1931, Blaðsíða 1

Þættir úr dagbók lífsins - 25.01.1931, Blaðsíða 1
E»ættix* úr Dag'bóli lífsins eftir Júl. Mag'iiús Gudmundsson. 1. árg. Reykjavík 25. janúar 1981. 1. tbl. Morðtilraun. Eg ætla ekki að byrja þessa blaðs- útgáfu mína með því að skrifa stefnu- skrárgrein eða háfleygan „leiðara“, því að eg er hvorki stjórnmálamaður eða alment pólitískt kjaftafifl. Eg liefi verið og er óbreyttur alþýðumað- ur, alt frá þvi er eg var í vöggu og til þessa dags. Eg befi áltaf unnið brauðs mins í sveita míns andlitis og ekki lifað á öðrum. Mál mitt er þvi al- þýðumál og eg tala að eins til skyn- semi alþýðufólksins og lýsi fyrir því þeim órétti, er eg hefi verið beittur undanfarið af þeim mönnum, er þykj- ast vera bornir til þess að ráða og regera yfir sauðsvörlum ahnúganum. Eg birti hór myndir af mér, sem tekn- ar liafa verið við ýms hátíðleg tæki- færi. Fanst mér rétt að gera það til að gefa glöggari grein fvrir málum minum. Mynd sú, sem er fvrir ofan grein þessa, er tekin árið 1923. Er saga henn- ar þessi: Eitt sinn vann eg með manni, er eg skafl'aði atvinnu árið 1919, og liefir hann haldið þeirri stöðu síðan. í þeim liópi, er vann með mér, var snúningadrengur Jón Jónsson, sem nú er kominn í góða atvinnu fyrir mitt tilstilli. Eitt siuu varð þessi snúninga- piltur fyrir aðkasti frá manni þeim, sem að ofan getur. Maður ]>essi, sem eg hirði ekki að nefna, réðist að drengnum og ætlaði að misþyrma lionum, en eg liljóp fvrir höggin, fékk eg þá tveggja punda lóð sent i andlit- ið og hrukku við það úr mér allar tennur og nefið flettist í tvent og lá úti á kinnum. Eg fór auðvitað til læknis þá þegar og ætlaði liann að sauma sárið saman, en eg bannaði það stranglega; sagði eg lionum að troða baðmull upp í nefið, láta licfti-plást- ur yfir og láta svo guð og náttúruna stjórna restinniv Nú sér enginn neitt athugavert við blessað nefið. Þetta voru fyrstu kynni mín af því, live menn geta verið vondir. Síðar sagði eg við manninn: „Faðir, fyrirgefðu honum, lumn vissi ekki hvað liann gerði.“ En maðurinn tólc í hönd mína. Júlíus Magnús Guðmundsson.

x

Þættir úr dagbók lífsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þættir úr dagbók lífsins
https://timarit.is/publication/779

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.